Skref 2

2. Mat á stöðu mála

Skref tvö er að meta stöðu mála í skólanum í því þema/ þeim þemum sem umhverfisnefnd hefur valið (í samstarfi við samnemendur). 

Staða umhverfismála er metin í upphafi hvers grænfánatímabils (á u.þ.b. tveggja ára fresti). Matið er í höndum umhverfisnefndarinnar en best er að aðrir nemendur og starfsmenn komi einnig að matinu með einhverjum hætti. Gott er að nota til þess gátlista sem hafa verið þróaðir fyrir hvert og eitt þema.

Umhverfisnefndin, helst í samvinnu við fleiri nemendur, velur sér þema eða þemu til að vinna að og fyllir út gátlista sem tilheyra þeim þemum.

Annar möguleiki er að taka stöðuna í öllum þemunum og og nota niðurstöðurnar til að velja þema. Hvar vantar mest upp á? Hvaða verkefni eru brýnust?

Nemendur sjá um matið

Í hverju þema er boðið upp gátlista fyrir yngri nemendur (leikskóli, yngsta- og miðstig grunnskóla) og eldri nemendur (unglingastig grunnskóla og eldri).

Ákjósanlegast er að nemendur sjái að mestu leyti um matið. Umhverfisnefndin getur séð um að fylla út matsblöðin en einnig geta allir bekkir eða hluti bekkjanna fengið eyðublöð til að fylla í.

Gátlistana má sækja sem word skjöl og eru þeir ekki bindandi. Skólar geta tekið út atriði sem eiga ekki við, eða bætt við því sem þeir vilja leggja áherslu á.

Ekki er skylda að nota gátlistana. Gátlistar eru aðeins hugsaðir til viðmiðunar til að auðvelda matið.

Hafa skal í huga

  • Fór fram mat á stöðu umhverfismála í upphafi tímabils?
  • Sáu nemendur að mestu um það mat, t.d. með hjálp gátlista fyrir nemendur?

Næsta skref

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is