Search
Close this search box.

Menntun til sjálfbærni

Um menntun til sjálfbærni

Menntun til sjálfbærni er valdeflandi og umbreytandi ferli sem á ekki einungis að hafa áhrif á lífsstíl einstaklinga heldur á hún einnig að efla hvert og eitt okkar til að taka virkan þátt í þeim stóru breytingum sem þurfa að eiga sér stað innan samfélaga, breytingum sem lúta að kerfi, lögum, samningum og aðgerðamöguleikum. Þannig er eitt af mikilvægustu markmiðum með menntun til sjálfbærni að gera nemendum kleift að taka virkan þátt í mótun nútíðar og framtíðar.

hendur sem haldast í hendur og mynda hring

Kennarar eru áhrifamiklir talsmenn og frumkvöðlar til að þróa og framkvæma menntun til sjálfbærni og gegna þannig lykilhlutverki. Menntun til sjálfbærni er ekki bundin við einstaka greinar eða áfanga heldur tengist aðkomu alls skólasamfélagsins. Markmiðið með menntun til sjálfbærni er að auka og efla gildi, hæfni og getu einstaklinga til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Tilgangurinn er umbreyting samfélagsins.

Gagnlegt efni

Kennslufræði menntunar til sjálfbærni

Menntun til sjálfbærni og Grænfáninn

Menntun til sjálfbærni og aðalnámskrá

Handbók um menntun til sjálfbærni

Menntun til sjálfbærni og heimsmarkmiðin

Menntun til sjálfbærni og aðalnámskrá

Skrefin 7

Skrefin 7 eru ferlið í Grænfánavinnunni 

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is