Fyrir nemendur

Umhverfisfréttafólk

Velkomin í vaxandi hóp Umhverfisfréttafólks í heiminum!


Markmið verkefnisins er að gefa þér og öðrum nemendum tækifæri til að sinna hlutverki Umhverfisfréttafólks. Það gerir þú með því að kynna þér umhverfismál á gagnrýnin hátt og miðla upplýsingum til almennings.

Þegar þú hefur valið þér viðfangsefni innan flóru umhverfismála og kynnt þér það, færð þú tækifæri til þess að miðla upplýsingunum áleiðis. Það eru margar leiðir í boði. Kannski hefur skólinn þinn ákveðið fyrirfram að þú skulir miðla efninu áfram í formi myndbands, greina eða ljósmynda. Ef ekki, getur þú valið það algjörlega út frá þínum eigin áhuga.
Nemendur sem taka þátt eiga kost á því að taka þátt í árlegri samkeppni um verkefni. Það er fjöldinn allur af spennandi vinningum og tækifærum fyrir þá nemendur sem sigra keppnina.

Þegar þú ert að hefja ferlið þarftu að velta fyrir þér eftirfarandi spurningum:
Hvaða viðfangsefni langar mig að taka fyrir?
Hvernig get ég miðlað upplýsingum um viðfangsefnið áfram þannig að fólk taki eftir því?

 

Gagnlegt efni

Hér má finna námsefni og kynningarefni sem styður við nemendur við vinnu í verkefninu Umhverfisfréttafólk

Hvernig byrja ég? Hvað fjalla ég um? 

Loftslagssmiðja um Umhverfisfréttafólk. Í smiðjunni má finna leiðbeiningar um hvernig nýta megi ólíka miðla

Hér má finna svör við öllum helstu spurningum tengdum verkefninu

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is