Search
Close this search box.

Skref 6

6. Upplýsa og fá aðra með

Sjötta skrefið er að upplýsa og fá aðra með. Þetta skref felur í sér að vekja athygli á því sem vel er gert í sjálfbærni- og umhverfismál- um t.d. á heimasíðu skólans, í tölvupóstum til foreldra og fréttabréfum. Skólar eru einnig hvattir til að setja sig í samband við bæjarblöð eða aðra fjölmiðla þegar tilefni er til.

Allir upplýstir um grænfánavinnuna

Mikilvægur hluti af starfi skóla í verkefninu er að upplýsa allt skólasamfélagið um það sem fram fer í sjálfbærni- og umhverfismálum innan skólans. Með skólasamfélaginu er átt við alla nemendur, alla starfsmenn, foreldra, forráðamenn og aðra sem að skólastarfinu koma. Í þessu skrefi er einnig lögð áhersla á að skólar setji sig í samband við íbúa nærsamfélagins og stofnanir og fyrirtæki í nágrenni skólans.

Árlegur viðburður sem tengist grænfána / þema / menntun til sjálfbærni

Skólar skulu standa fyrir árlegum viðburðum sem tengjast sjálfbærni- og umhverfismálum þar sem fólk í nærsamfélaginu er boðið velkomið. Einnig geta skólar kynnt stefnu sína í þessum málum á opinberum stöðum, stofnunum eða fyrirtækjum í nágrenni skólans.

Sýnileiki út á við

Þetta skref felur í sér að vekja athygli á því sem vel er gert í sjálfbærni- og umhverfismál- um t.d. á heimasíðu skólans, í tölvupóstum til foreldra og fréttabréfum. Skólar eru einnig hvattir til að setja sig í samband við bæjarblöð eða aðra fjölmiðla þegar tilefni er til.

Hafa skal í huga

  • Voru allir í skólasamfélaginu (starfsmenn + nemendur) upplýstir þátttakendur í verkefninu?
  • Voru foreldrar fræddir um verkefnið- þemu og markmið- og hvattir til þátttöku?
  • Var nærsamfélag frætt um þátttöku í verkefninu, þemu og markmið, og hvatt til þátttöku?
  • Hvernig getum við aukið meðvitund í nærsamfélaginu um það góða starf sem fram fer í skólanum?
  • Hvernig getum við hvatt fólk í nærsamfélaginu til góðra verka?

Næsta skref

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is