Ungt umhverfisfréttafólk (Young reporters for the Environment) skapar vettvang fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings á fjölbreyttan og skapandi hátt. Verkefnið er rekið í 44 löndum, víðsvegar um heiminn. Landvernd rekur verkefnið á Íslandi. Verkefnið er nemendur á aldrinum 12-25 ára
Markmið verkefnisins er að vera valdeflandi vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. T.d. með ljósmyndum, myndbandi, listaverkum, hlaðvarpi, blaðagrein eða teiknimyndasögum.
Boðið er upp á heimsókn/fjarfund með sérfræðingi frá Grænfánanum Kynningin er val, hægt er að nýta efni af heimasíðunni þegar verkefnið er kynnt fyrir nemendum.
Við ræðum um umhverfismál almennt, hvert er vandamálið, hvað getum við gert?
Kynnum verkefnið Umhverfisfréttafólk
Nemendur velja sér umhverfismál til að rannsaka.
Eitthvað sem þeir hafa áhuga, getur tengst nærumhverfi eða er alþjóðlegt.
Eftir að hafa valið sér umfjöllunarefni fara nemendur í rannsóknarvinnu um viðfangsefnið.
Nauðsynlegt er að kynna sér efnið vel og nota öruggar heimildir.
Mælst er til með að fjölbreyttar aðferðir séu notaðar við gagnaöflun t.d. rannsóknir, viðtöl, myndbönd, kannanir.
Í þessu skrefi finna nemendur tengingu viðfangsefnisins við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Nemendur velja miðil sem þeim finnst spennandi og telja heppilegan til miðlunar á því viðfangsefni sem þeir völdu sér.
Vinna við verkefnið getur tekið um 2-3 vikur fer eftir hversu margir tímar á viku fara í það. Miklir möguleikar á samþættingu námsgreina og hvetur verkefnið til skapandi og sjálfstæðra vinnubragða. Kennarar aðstoða nemendur eftir þörfum.
Nemendur búa til lokaafurð
Nemendur kynna verkefnið sitt fyrir bekkinn og kennara (valfrjálst).
Nemendur geta sent verkefnin sín í keppni sem Landvernd heldur á hverju vori. Vegleg uppskeruhátíð er haldin í Safnahúsinu-Listasafni Íslands þar sem verðlaunasæti fá boð um að mæta.
Vinningsverkefnið fer í alþjóðlega keppni sem FEE heldur.
Hér má finna allt það efni sem gagnast skólum sem taka þátt í Umhverfisfréttafólki
Hér má finna allt það efni sem gagnast nemendum sem taka þátt í Umhverfisfréttafólki
Vantar þig innblástur? Skoðaðu flott verkefni sem skilað hefur verið inn í keppnina