Search
Close this search box.

Þemu

Neysla og hringrásarhagkerfið

Hverjar eru raunverulegar þarfir okkar? Þurfum við allan þennan mat, föt, hluti? Hvaðan kemur þetta allt? Er þetta framleitt á Íslandi eða annars staðar? Hvað verður um það sem við erum hætt að nota? Getum við minnkað neyslu okkar? Við þurfum að endurhugsa framtíðina. 

Orka

Hvaðan kemur orkan? Hvernig orku notum við á Íslandi? Hver eru umhverfisáhrif mismunandi orkugjafa? Hver eru umhverfisáhrif þeirra orkugjafa sem við notum hér á landi? Eigum við nóg af orku í heiminum? En á Íslandi? Hvernig er orkan nýtt? Hvernig getum við sparað orku?

Átthagar og landslag

Hvað er að finna í nærumhverfi skólans? Hvaða stofnanir og fyrirtæki er að finna í nágrenninu? Getum við haft áhrif á nærumhverfi okkar með einhverjum hætti? Hvernig lítur nærumhverfi skólans út? Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? 

Lýðheilsa

Hvernig er heilsa okkar í skólanum? Hreyfum við okkur nóg? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi? Borðum við hollan mat? Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu? Erum við góð hvert við annað? Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni? Hvaða áhrif hefur lífstíll okkar á umhverfið?

Loftslagsbreytingar og samgöngur

Hvað eru loftslagsbreytingar? Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar? Af hverju stafa þær? Hvað getum við gert til að sporna við þeim? Hvernig komum við í skólann? Komum við gangandi, hjólandi, á bíl eða með strætó? Hvaða áhrif hafa mismunandi samgöngutæki á umhverfið? En heilsuna?

Hnattrænt réttlæti

Hvernig tengjumst við öðrum heimshlutum? Hvernig hafa nemendur það annars staðar? Búa allir við í heiminum við félagslegt réttlæti? Hefur lífstíll okkar einhver áhrif á líf fólks annars staðar í heiminum? Getum við sett okkur í samband við nemendur annars staðar í heiminum?

Náttúruvernd

Náttúruvernd snýst um verndun lífbreytileika, jarðfræðilegra minja, landslags, víðerna og náttúruminja fyrir umsvifum manna. Náttúruvernd hefur það að markmiði að draga úr hættu á að líf, land, haf, vatn og loft mengist eða spillist með einum eða öðrum hætti. Náttúruvernd miðar einnig að því að auðvelda umgengni og kynni fólks af náttúrunni án þess að henni sé raskað.

Vatn

Hvaðan kemur vatnið? Eigum við nóg af vatni í heiminum? En á Íslandi? Hvernig nýtum við vatnið? Hvernig spörum við vatnið? Þurfum við að spara vatnið á Íslandi?

Lífbreytileiki

Þróun lífs á jörðinni hefur tekið milljónir ára. Á þessum tíma hafa orðið til ótal tegundir lífvera sem eru hver annarri háðar um næringu, búsvæði og fleira. Með því að gæta að lífbreytileika jarðar, styðjum við vistkerfi og hringrásir jarðarinnar sem veita okkur loft, vatn, fæðu og fleira. 

Vistheimt

Getum við gert eitthvað til að endurheimta það vistkerfi sem áður var á landssvæði sem hefur raskast? Getum við endurheimt vistkerfi á svæðum þar sem nú er auðn?

Skrefin 7

Skrefin 7 eru ferlið í Grænfánavinnunni 

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is