Search
Close this search box.

Framræsla votlendis

Framræsla votlendis

Stutta svarið

Þegar votlendi er þurrkað upp með skurðum er það kallað framræsla. Það er m.a. gert til þess að geta nýtt landið í landbúnaði til ræktunar. En því miður er þar með líka verið að raska mikilvægt vistkerfi sem hefur fjölbreytt hlutverk og gildi auk þess sem kolefni losnar út í andrúmsloft, myndar koltvíoxíð og eykur þannig gróðurhúsaáhrifin.

Lengra svar

Þegar votlendi er þurrkað upp með skurðum er það kallað framræsla. Í landbúnaði er framræsla votlendis m.a. aðferð til að auka við frjósömu ræktunarlandi til að nýta t.d. í túnrækt, akuryrkju eða jafnvel skógrækt. Votlendi eru mikilvæg vistkerfi. Þannig eru þau búsvæði margra tegunda af dýrum og plöntum, þau geyma, sía og hreinsa vatn og geta tekið við miklu vatni á stuttum tíma og miðlað því áfram smátt og smátt. Þannig geta votlendi m.a. dregið úr líkum á flóðum. Votlendi og mýrar geyma gríðarlega mikið magn af kolefni. Þegar votlendi eru þurrkuð upp með framræslu þá losnar kolefnið út í andrúmsloftið, myndar koltvíoxíð og eykur þannig gróðurhúsaáhrifin. Þegar skurður er grafinn í votlendi þá kemst súrefni að blautum kolefnisríkum jarðveginum og binst kolefninu sem var áður bundið í jarðveginum og myndar koltvíoxíð. Með framræslu er s.s. raskað mikilvægt vistkerfi. Mikið af votlendi hefur verið ræst fram hérlendis á undanförnum áratugum. Þar sem nýting þess lands hefur dregist saman undanfarið væri kjörið að endurheimta votlendi á þeim svæðum sem eru ekki í nýtingu í dag. Þar með má draga úr losun koltvíoxíðs úr framræstu landi sem er mikilvægt loftslagsaðgerð.

Sjá einnig: Vistheimt, tap á búsvæðum, hringrás kolefnis

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is