Jarðefnaeldsneyti

Jarðefnaeldsneyti

Stutta svarið

Iðnbyltingin, sem hófst á seinni hluta nítjándu aldar, varð til þess að maðurinn byrjaði að grafa upp jarðefnaeldsneyti (kol, olíu og jarðgas) til að knýja vélar og farartæki, framleiða rafmagn og hita upp hús og hefur þessi iðnaður aukist mjög mikið síðan þá. Þetta er ein helsta orsök loftslagsbreytinga, en gróður- og jarðvegseyðing er líka stór þáttur í aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti.


Kol, olía og jarðgas liggja oft djúpt í jarðlögum og mynduðust á milljónum ára úr leifum lífvera sem eitt sinn lifðu á Jörðinni. Þessi efni hefðu ekki komist upp á yfirborðið án athafna mannsins. Þegar jarðefnaeldsneyti er brennt losnar mikið koltvíoxíð út í andrúmsloftið sem áður var bundið í jörðu. Afleiðingarnar eru aukið magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu og aukin gróðurhúsaáhrif.

Sjá einnig: loftslagsbreytingar, hringrás kolefnis

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is