Search
Close this search box.

Náttúruauðlindir

Náttúruauðlindir

Stutta svarið

Náttúruauðlindir geta verið afar margar og ólíkar en eiga það sameiginlegt að þær eru eitthvað sem er í náttúrunni sem við mennirnir getum nýtt okkur og jafnvel þurfa á að halda til að lifa af.

Lengra svar

Jörðin býr yfir náttúruauðlindum sem mannfólkið þarf á að halda til að lifa, svo sem hreinu vatni, fersku lofti og fæðu. Jörðin býr einnig yfir auðlindum sem eru nýttar sem hráefni í iðnaði og framleiðslu á ýmsum vörum.

Auðlindum hefur verið skipt í eftirfarandi þrjá meginflokka:
1. Auðlindir sem notaðar eru til framleiðslu eða neyslu, svo sem hráefni, orkulindir, fiskar, dýr, skógar, beitilönd o.s.frv.
2. Auðlindir sem má líta á sem þjónustu náttúrunnar við mennina, t.d. útivera, náttúruminjar og náttúrulífsmyndir í sjónvarpi;
3. Auðlindir sem mæta grundvallarþörfum mannsins, svo sem súrefni og vatn.

Mannkynið hefur lengi nýtt sér náttúruauðlindir án þess að taka alltaf tillit til þess að þær eru takmarkaðar. Þannig er búið að ganga of nærri ýmsum auðlindum. Ofnýting, ofveiði, mengun, loftslagsbreytingar, tap á líffræðilegri fjölbreytni og hnignun vistkerfa eru m.a. afleiðing af ofnýtingu náttúruauðlinda. Nauðsynlegt er að mannkynið muni læra að nýta náttúruauðlindir með sjálfbærum hætti.

Náttúruauðlindir eru einnig flokkaðar í eftirfarandi flokkar:
Endurnýjanlegar náttúruauðlindir dæmi: sólarljós, vindorka og sjávarfallaorka
Endurnýjanlegar náttúruauðlindir með takmörkunum dæmi: Fiskurinn í sjónum, villt dýr og plöntur, ferskt vatn og skógarafurðir
Óendurnýjanlegar náttúruauðlindir dæmi: Jarðefnaeldsneyti og málmar


Sjá einnig: þjónusta vistkerfa

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is