Search
Close this search box.

Vistspor

Vistspor

Stutta svarið

Vistspor er aðferð til að mæla hve mikið maðurinn hefur gengið á auðlindir Jarðar, s.s. hversu hratt og mikið við nýtum náttúrulegar auðlindir Jarðar og búum til úrgang borið saman við það hversu hratt og mikið náttúran getur endurnýjað sínar auðlindir og tekið við úrganginum.

Lengra svar

Vistspor er mælt í jarðhekturum og segir til um það haf og landsvæði sem hver einstaklingur, hópur eða þjóð þarf til að standa undir lifnaðarháttum sínum og neyslu. Þá er átt við hversu stórt svæði þarf til að afla þeirra hráefna sem viðkomandi notar og til að farga eða endurvinna þann úrgang sem myndast. Allt sem er keypt og/eða notað, hráefnið og pláss sem þarf til að framleiða það, flutningur, rusl sem verður til við framleiðslu, allur úrgangur og mengun við framleiðslu og förgun – ekkert verður til úr engu og verður að engu, allt er komið á einhvern hátt frá náttúrunni og hún þarf svo líka að taka aftur við öllu sem kemur frá fólki.

Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið. Munur á vistspori þjóða er mikill og endurspeglar ójöfnuð heimshluta. Sérstaklega þjóðir í vestrænum heimi eru með allt of stórt vistspor og Íslendingar tilheyra þeim þjóðum sem eru með hvað hæsta vistspor. Með þessum lifnaðarháttum okkar lifum við ekki innan þeirra þolmarka sem náttúran gefur heldur lifum á yfirdrætti. Það þýðir að mannkynið notar á hverju ári meira af auðlindum en Jörðin gæti endurnýjað á sama ári. Slík hegðun gengur ekki upp til lengdar og er ekki sjálfbær.

Kolefnisspor er hluti af vistspori og er mælikvarði á magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar út í andrúmsloftið við mannlegar athafnir.

Sjá einnig: kolefnisspor

Ítarefni

Handbók um menntun til sjálfbærni bls. 112

Reiknaðu út þitt eigið vistspor

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is