Kolefnisspor

Kolefnisspor

Stutta svarið

Kolefnisspor er mælikvarði á magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar út í andrúmsloftið við mannlegar athafnir. Það vísar, með öðrum orðum, til þess magns koltvísýrings sem losað er, beint eða óbeint, vegna daglegra athafna, s.s. framleiðsluferla, starfsemi fyrirtækja, samgangna, neyslu, heimilishalds, matarsóunar og annars. 

Kolefnisspor er hluti af vistspori og myndar um 60% þess. Síðan 1961 hefur kolefnisspor mannkyns stækkað 11 fald. Að draga verulega og varanlega úr kolefnisspori á öllum sviðum er lykillinn til þess að sporna gegn loftslagsvánni. Hjá einstaklingum hefur lífsstíll mikil áhrif á stærð kolefnisspors hvers og eins. 

Góð leið til að minnka kolefnisspor sitt er að minnka neyslu (t.d. keyra og fljúga minna og kaupa minna).

Búin var til íslensk reiknivél sem reiknar út kolefnisspor einstaklinga m.t.t. íslenskra aðstæðna: www.kolefnisreiknir.is

Sjá einnig: loftslagsbreytingar, hringrás kolefnis, vistspor

Kolefnisspor
Kolefnisspor

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is