Search
Close this search box.

Loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar

Stutta svarið

Loftslagsvá er sú hætta sem stafar af loftslagsbreytingum. Önnur orð sem eru oft notuð samhliða eru loftslagsbreytingar af mannavöldum (þær breytingar á loftslagi sem losun gróðurhúsalofttegunda er að valda), loftslagshamfarir (þær hamfarir eða neikvæð áhrif sem verða vegna loftslagsbreytinga) og hamfarahlýnun (sem vísar aðallega í eina af mörgum birtingarmyndum loftslagsbreytinga sem er hlýnun loftslags).
Aukin losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum veldur loftslagsbreytingum og það er vísindalega sannað.

Afleiðingar þessara breytinga á Jörðinni eru mjög alvarleg, m.a. hlýnun Jarðar, jöklar bráðnar, yfirborð sjávar hækkar, öfgaatburðum í veðurfari fjölgar (hitabylgjur, þurrkar, fellibylir, flóð, úrhellisrigningar, óveður), skógareldar aukast, lífbreytileiki minnkar og sjórinn súrnar.
Loftslagsbreytingar ásamt tapi á lífbreytileika tilheyra stærstu ógnunum við lífið á Jörðinni eins og við þekkjum það.

Lengra svar

Loftslagsvá er sú hætta sem stafar af loftslagsbreytingum. Önnur orð sem eru oft notuð samhliða eru loftslagsbreytingar af mannavöldum (þær breytingar á loftslagi sem losun gróðurhúsalofttegunda er að valda), loftslagshamfarir (þær hamfarir eða neikvæð áhrif sem verða vegna loftslagsbreytinga) og hamfarahlýnun (sem vísar aðallega í eina af mörgum birtingarmyndum loftslagsbreytinga sem er hlýnun loftslags).

Í dag er enginn vafi um það að mannkynið veldur loftslagsbreytingum/loftslagshamförum. Frá iðnbyltingu hefur mannkynið notað jarðefnaeldsneyti í síauknu mæli sem losar mikið af koltvíoxíð út í andrúmsloftið. Auk þess hefur maðurinn ofnýtt, mengað og raskað náttúrulegum auðlindum Jarðar með þeim afleiðingum að minna er um plöntur og jarðveg sem geta bundið koltvíoxíð og kolefni losnar í auknu mæli úr röskuðum vistkerfum.

Losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum veldur auknum styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og þar með auknum gróðurhúsaáhrifum sem veldur loftslagsbreytingum. Afleiðingar þessara breytinga á Jörðinni eru mjög alvarleg, m.a. hlýnun Jarðar, jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, öfgar í veðurfari (hitabylgjur, þurrkir, fellibylir, flóð, úrhellisrigningar, óveður), skógareldar aukast, líffræðilega fjölbreytni minnkar og sjórinn súrnar. Samfélagsleg áhrif þessara afleiðinga eru mikil eins og matarskortur og hungursneyð, vatnsskortur, tap á menningarheimum, heimilisleysi, aukinn flóttamannastraumur og aukin útbreiðsla ákveðinna sjúkdóma.

Ríki heims hafa sammælst um að grípa til aðgerða sem munu tryggja að hitastigshækkun frá því fyrir iðnbyltingu verði vel innan við 2°C helst innan við 1,5°C (Parísarsamkomulagið). Ísland hefur sett sér það markmið í samfloti við ESB um 55% samdrátt í losun til ársins 2030 miðað við 1990. Auk þess stefnir Ísland að kolefnishlutleysi árið 2040.

Ítarefni

Handbók um menntun til sjálfbærni bls 136

Sjá einnig: hringrásir, gróðurhúsalofttegundir, gróðurhúsaáhrif, jarðefnaeldsneyti

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is