Lífbreytileiki

Lífbreytileiki

Grunnþættir aðalnámsskrár

Sjálfbærni, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

8.Góð atvinna og hagvöxtur11. Sjálfbærar borgir og samfélög 12. Ábyrg neysla og framleiðsla 13. Aðgerðir í loftlagsmálum 14. Líf í vatni 15. Líf á landi 16. Friður og réttlæti

Þróun lífs á jörðinni hefur tekið milljónir ára. Á þessum tíma hafa orðið til ótal tegundir lífvera sem eru hver annarri háðar um næringu, búsvæði og fleira. Með því að gæta að lífbreytileika jarðar, styðjum við vistkerfi og hringrásir jarðarinnar sem veita okkur loft, vatn, fæðu og fleira.

Skilgreining

Líffræðileg fjölbreytni eða einfaldlega lífbreytileiki á hverjum stað nær yfir allar lífverur, dýr, plöntur, sveppi og aðrar lífverur sem þar er að finna. Það er hægt að horfa á og meta lífbreytileika út frá þremur mismunandi sjónarhornum (sem eru öll tengd): 1. breytileika innan tegunda, 2. breytileika milli tegunda og 3. breytileika vistkerfa.
Á Íslandi er mikilvægast að horfa til breytileika innan tegunda og breytileika vistkerfa.

Þróun lífvera hefur tekið milljónir ára og á þessum tíma hafa þróast ótal tegundir lífvera sem búa í margbreytilegum og kvikum vistkerfum. Lífbreytileiki felur í sér fjölbreytileika allra lífvera hér á jörðu, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. Það er hægt að horfa á og meta lífbreytileika út frá þremur mismunandi sjónarhornum (sem eru öll tengd): 1. breytileika innan tegunda, 2. breytileika milli tegunda og 3. breytileika vistkerfa.

Breytileiki innan tegunda. 

Einstaklingar af sömu tegund eru ólíkir. Skoðaðu nemendur og kennara í skólanum þínum. Þó að þið séu af sömu dýrategund eruð þið flest mjög ólík. Það að þið séuð ekki öll alveg eins er hluti af lífbreytileikanum á Jörðinni. Það sama á við um allar aðrar lífverur Jarðar. Innan tegunda eru líka mismunandi stofnar (hópar einstaklinga) sem eru aðlagaðir aðstæðum á hverjum stað. Ef einstaklingum af sömu tegund fækkar mjög mikið þá tapast lífbreytileiki. Dæmi um tegundir í bráðri hættu á Íslandi eru lundi og sléttbakur.

Breytileiki milli tegunda. 

Það eru um 8,7 milljón tegundir af dýrum, plöntum og sveppum til í heiminum og bara um 14% af þeim hafa verið skráðar (uppgötvaðar af vísindafólki). Bakteríur og veirur eru ekki taldar með en þær eru margfalt fleiri en dýr, plöntur og sveppir. Lífbreytileiki nær yfir allar þessar fjölmörgu tegundir lífvera á Jörðinni.

Breytileiki vistkerfa. 

Jörðin er risastór og á sumum stöðum er heitt og á öðrum stöðum er kalt. Á henni eru mismunandi lífbelti sem eru stór landsvæði sem hafa svipað loftslags og gróðurfar, t.d. regnskógar, eyðimerkur og freðmýrar (túndrur). Ísland flokkast sem freðmýri þó freðmýrarnar finnist aðallega á hálendinu. Hér eru ótal mörg ólík vistkerfi. m.a. birkiskógar, votlendi og hverasvæði. Þessi fjölbreyttu vistkerfi eru hluti af lífbreytileikanum. Auk þess geta birkiskógur eða hverasvæði á einum stað á landinu verið ólíkt sambærilegum vistkerfum annars staðar á landinu því það er breytileiki í samsetningu lífveranna sem þar lifa. Veðurfar og jarðvegur er oft ólíkt milli landshluta og vistkerfin hafa þróast í takt við það. Þessi breytileiki milli samskonar vistkerfa er einnig hluti af lífbreytileikanum.
Lífbreytileiki er mikilvægur til að vistkerfi geti brugðist við breytingum eins og þurrkum, sjúkdómum o. fl.

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is