Með Loftslagssmiðjunum er lögð áhersla á að nemendur nálgist loftslagsmálin útfrá ólíkum áttum.
Smiðjurnar eru nemendamiðaðar og eru sköpun, gagnrýnin hugsun, hnattræn hugsun og vísindaleg vinnubrögð dæmi um nálganir nemandans á loftslagsmálin í gegnum verkefnin. Efnið má nýta á fjölmarga vegu, t.d þar sem kennt er samþætt, þar sem kennt er í lotum en einnig má nýta eitt og eitt verkefni til þess að leggja fyrir samhliða öðru námsefni.
Smiðjurnar geta myndað eina stór heild en einnig er hægt að búta þær niður þar sem hvert verkefni stendur sjálfstætt.
Verkefnið er styrkt af Loftslagssjóði og ritstjóri þess var Sigurlaug Arnardóttir sérfræðingur hjá menntateymi Landverndar.