Search
Close this search box.

Sigurverkefni 2024

Keppnin 2024

Framhaldsskólar

fyrsta sæti
 
Sannleiksmolar – ljúfsárt lostæti

Tækniskólinn
Baltasar Diljan Rúnarsson, Kristófer Birgisson, Lóa Margrét Hauksdóttir, Óliver Ben Viðarsson og Sigrún Ólafsdóttir

Umsögn dómnefndar

Vel útfærð og áhrifarík neytendaskömmun. Sjaldan hefur súkkulaðilöngun dómnefndarmeðlima verið kveðin jafn hratt í kútinn. Að baki verkefninu liggur mikil heimildarvinna og tekur það bæði til sögulegra, umhverfislegra, félagslegra og pólitískra þátta. Niðurstaðan sjálf, þ.e. konfektkassinn, er skýr, grípandi og vel framsett lausn.Handverk í stað fjöldaframleiðslu viðeigandi útfærsla.

Framhaldsskólar

annað sæti
 
Áin Blíða

Fjölbrautarskóli Suðurlands
Sigurður Guðbjartur Guðmundsson

Umsögn dómnefndar

Ljóð um umhverfisslys í nærumhverfi sínu er klassísk aðferð og áhrifarík. Þetta ljóð er bæði vandað og skýrt, að baki því liggur bæði heimildavinna og vel rökstudd skoðun. Höfundi er greinilega bæði annt um náttúruna við bæjardyrnar og stjórnsýslu síns
sveitarfélags. Árið 2024 verður það að teljast frumleg leið að setjast niður og semja ljóð um hjartans málefni, þó svo það hafi verið algengt hér áður fyrr, en fyrir vikið verður það áhrifaríkt og eftirminnilegt.

Framhaldsskólar

þriðja sæti
 
Verndarvaktin- Dýralíf í hættu

Menntaskólinn á Akureyri
Hrafney Björk Waage, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, Morta Viktoría Pálsdóttir

Umsögn dómnefndar

Skemmtileg og gagnvirk leið til að vekja athygli á og skapa umræður um dýr í útrýmingarhættu og í leiðinni góð og skemmtileg fræðsla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hefur allt það sem gott spil þarf að hafa. Skýrar leiðbeiningar og góðar spurningar, öll fjölskyldan getur spilað saman skemmtilegt spil og lært helling í leiðinni. Dómnefnd óskar eftir eintaki fari spilið í framleiðslu

Val unga fólksins – Framhaldsskólar

Hafið og við – Mitt græna vistspor

Menntaskólinn á Akureyri
Elísabet Nótt Guðmundsdóttir, Þórunn Birna Kristinsdóttir, Flora Neumann.

Spilið tekur á málaflokki sem ekki fær jafn mikla athygli í þjóðfélagsumræðunni miðað við marga aðra en er samt gríðar mikilvægur – hafið og verndun þess. Verkefnið er spil sem miðlar fróðleik til leikmanna á formi staðreynda, spurninga o.fl. sem er skapandi og frumleg leið til miðlunar sem við teljum vænlega leið til að halda athygli leikmanna uppfræða þá. Spilið sjálft er vandað, fagurt og stílhreint og er ljóst að mikil vinna og metnaður fór í gerð og vinnslu þess.

Grunnskólar

fyrsta sæti

Ferðalag Höllu hettupeysu

Garðaskóli
Hildur Nanna Halldórsdóttir, Auður Krista Finnsd. Thorlacius, Sebastian Ólafsson, Máni Þór

Umsögn dómnefndar

Saga Höllu hettupeysu er frábærlega vel unnið og vel útfært fræðsluefni. Hugmyndin að söguþræðinum er sniðug og setur okkar eigin persónulegu neyslu í stærra samhengi á sterkan hátt. Spurningarnar á hverri opnu bera vitni um vel framsett og vandað verk. Hin nýja Bláa kanna!

Grunnskólar

annað sæti

Grenndargámar í Garðabæ

Sjálandsskóli

Egill Dofri Agnarsson Viktor Ágúst Kristinsson og Gunnar Mogensen

 

Hér er verkefni sem sýnir drifkraft og áræðni í verki. Að baki liggur rannsóknarvinna og vettvangsathuganir, augljóst er að höfundar hafa bæði áhuga og vilja til að stuðla að breytingum í eigin nærumhverfi.

Grunnskólar

þriðja sæti

Í svörtum sjó

Laugalækjarskóli
Drífa Rán Solimene, Nicole Rós Blance Rosento, Shaina Rós Blance Rosento, Steinunn Jónsdóttir

Umsögn dómnefndar

Verkið er eftirminnilegt, sterkt og grípandi. Svo mikið að það vakti með meðlimum dómnefndar líkamleg viðbrögð. Konan í plastsjónum hringar sig saman á ofurviðkvæman hátt og minnir bæði á frosnar múmíur og átakanlegar fréttaljósmyndir frá Austurlöndum nær. Skjaldbakan í hendinni tákn um örlitla, græna von. Verkefnið er skýrt og vandað, frumlegt og dæmi um hvernig mynd getur oft sagt meira en þúsund orð.

Val unga fólksins – Grunnskólar

Plast í umhverfinu, hvað erum við að gera í því

Sjálandsskóli
Einar Einarsson

Verkefnið er á formi myndbands sem eins og nafnið gefur til kynna fjallar um plast í umhverfinu í kring um okkur og hvað gera má við því. Myndbandið er einstaklega faglega unnið bæði er varðar framkomu sögumanns og vinnslu myndefnis. Því er ljóst að þau sem liggja að baki eiga framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Viðfangsefnið er sett fram á skýran áhugaverðan máta og er af mjög hentugri lengd til þess að halda athygli áhorfenda. Fræðslugildi myndbandsins er gott og er verkefnið á formi sem auðvelt er að deila víða á öldum ljósvakans. Gæti þetta verkefni því gert mikið til að vekja frekari athygli á þessu málefni fari það í frekari dreifingu.

Hvatningarverðlaun

Hlaðvarpið –  Náttúra með smjöri

 

Menntaskólinn á Akureyri

Nadia Hólm Jónsdóttir, Róbert Bragi Kárason og Hugrún Birta Bergmannsdóttir

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is