Uppskeruhátíðin verður í beinu streymi. Við hvetjum skóla og einstaklinga til þess að fylgjast með streyminu og þeim flottu verkefnum sem tóku þátt í ár.
Dómarar í ár voru þær:
Ingunn Lára Kristjánsdóttir leikkona og fjölmiðlakona
Rán Flygenring rithöfundur og myndskreytir
Sigyn Blöndal sérfræðingur hjá UNICEF og fjölmiðlakona
Auk verðlaunaafhendingar mætir Lalli töframaður á svæðið og skemmtir gestum.
Umhverfisfréttafólk (Young reporters for the Environment) skapar vettvang fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings. Verkefnið er rekið í 44 löndum, víðsvegar um heiminn. Landvernd rekur verkefnið á Íslandi.