Alviðra – athvarf í náttúrunni fyrir nemendur og kennara

Kennarar að tálga á námskeiði í Alviðru
Vorið nálgast og Alviðra opnar faðm sinn fyrir nemendur og kennara frá 19. maí til 6. júní, og svo aftur síðsumars frá 25. ágúst til 30. september. Námskeið fyrir kennara og aðra áhugasama verður haldið föstudaginn 25. apríl

Alviðra, athvarf í náttúrunni fyrir nemendur og kennara

Vorið nálgast og Alviðra opnar faðm sinn fyrir nemendur og kennara frá 19. maí til 6. júní, og svo aftur síðsumars frá 25. ágúst til 30. september.

Nú er rétti tíminn til að taka frá tíma. Senda má skilaboð á netfangið tryggvifel@gmail.com Vinsamlegast tilgreinið óskaðan tíma, stærð og aldur nemenda og hvaða námsefni (vatn, gróður, fuglar, jarðfræði, ræktun) er þörf að taka fyrir í skóla náttúrunnar. Með góðum fyrirvara gætum við virkjað sjálfboðaliða til að aðstoða kennara.

Alviðra fyrir skólahópa

Alviðra var bújörð og er nú fræðslusetur við Sogið rétt hjá Þrastarlundi um 10 km. frá Selfossi. Aðstaða er góð í lítilli kennslustofu í bænum og auk svæðis í gamalli hlöðu og fjósi. Dagsdvöl í Alviðru býður upp á fjölbreytta náttúru til að njóta og skoða. Hlíðar Ingólfsfjalls eru góð uppspretta fræðslu um jarðfræði og Sogið um lífið í vatninu og heimkynni fuglana. Öndverðarnesið er umvafið náttúrulegum birkiskógi og þar liggur gönguleið að mótum lindárinnar Soginu og jökulárinnar Hvítá. Blómskrúð er mikið og gróður fjölbreyttur til að njóta og greina þegar sumarið gengur í garð. Uppstoppaðir fuglar, tæki og handbækur eru á staðnum til að styðja kennsluna. Viðfangsefni sem passa mismunandi aldursskeiðum og efla börn til skilnings á náttúrunni.

Gjald fyrir dags heimsókn er 25.000 kr. fyrir allt að 25 manna hóp, en hækkar ef hópurinn er fjölmennari. Aðgangur er að eldhúsi. Gistiaðstaða fyrir allt að 20 manns í svefnsal er valkostur um haustið frá 10.september og kostar 2.000 kr. á mann.

Námskeið fyrir kennara

Námskeið fyrir kennara sem hafa hug á að nýta aðstöðuna í Alviðru verður haldið föstudaginn 25. apríl nk. kl. 11:00 til 15:00. Jakob Frímann Þorsteinsson, doktor á sviði útimenntunar  og  aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ greinir frá rannsóknum sínum á gagnsemi útikennslu Grænfánateymi Landverndar kynnir verkefni úr verkefnakistu sem hægt er að nota að Alviðru. Þá verður farið yfir möguleika til útiveru og upplifunar sem dvöl að Alviðru bíður upp á. Boðið verður upp á hádegisverð. Þátttökugjald er 5.000 kr. Skráning á netfangið tryggvifel@gmail.com.

Fleiri fréttir

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is