Kærar þakkir til Bolette

Við hjá Grænfánanum þökkum Bolette, fráfarandi skólastjóra Þjórsárskóla og verkefnastjóra Grænfánans, fyrir einstakt starf og eldmóð í þágu náttúru og umhverfis. Undir hennar stjórn hefur skólinn verið virkur þátttakandi í Grænfánaverkefninu og sýnt mikinn metnað í umhverfismálum.

Bolette hefur stuðlað að mörgum öflugum verkefnum í tengslum við Grænfánann, meðal annars Vistheimtarverkefninu. Þar lærðu nemendur um mikilvægi náttúruverndar í verki og fengu dýrmæta reynslu af því hvernig við getum öll lagt okkar af mörkum til að bæta umhverfið.

Stuðningur Bolette við nemendur og starfsfólk skiptir sköpum fyrir árangur skólans í verkefninu og hefur henni ávallt tekist að vekja áhuga nemenda í umhverfisnefnd.

Við sendum Bolette okkar bestu þakkir og óskum henni velfarnaðar í næsta kafla.

Bolette-upprétt

Leyfum yfirmarkmiðum Þjórsárskóla í Grænfánaverkefninu að fylgja með 

• Styðja alþjóðlega umhverfisvernd og vekja nemendur til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð
• Nemendur fræðist um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna.
• Skóli og heimili taka höndum saman um að efla ábyrgð nemenda gagnvart nánasta umhverfi sínu.
• Örva og efla vitund nemenda um gildi þess að umgangast landið af virðingu
• Nemendur læri um mikilvægi þess að það sem er náttúrulegt hverfi aftur til náttúrunnar og sé endurnýtt.
• Umhverfisvitund verði eðlilegur þáttur í menningu og daglegu lífi.

Fleiri fréttir

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is