Search
Close this search box.

Skrefin 7

Skref 1

Umhverfisnefnd

Fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum. Umhverfisnefndin er hjarta grænfánastarfsins.
Skref 1 - Umhverfisnefnd

Skref 2

Mat á stöðu mála

Skref tvö er að meta stöðu mála í skólanum út frá því þema sem umhverfisnefnd hefur valið. Staða umhverfismála er metin í upphafi hvers Grænfánatímabils 

Skref 3

Aðgerðaáætlun og markmið

Þriðja skrefið er að setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.

Skref 3 - Aðgerðaáætlun og markmið

Skref 4

Eftirlit og endurmat

Fjórða skrefið er að hafa eftirlit með vinnunni og endurmat á markmiðum sem nefndin setti sér.

Skref 4 - Eftirlit og endurmat

Skref 5

Námsefni og námsskrá

Fimmta skrefið er að samþætta grænfánavinnuna við í námsefnið í skólanum og innleiða grunnþætti menntunar til sjálfbærni í allt skólastarf.

Skref 5 - Námsefni og námsskrá

Skref 6

Upplýsa og fá aðra með

Sjötta skrefið er að upplýsa og fá aðra með. Þetta skref felur í sér að vekja athygli á því sem vel er gert í sjálfbærni- og umhverfismálum t.d. á vef skólans, í fréttabréfum eða fjölmiðlum. 

Skref 7

Umhverfissáttmáli

Síðasta skrefið sem stigið er í átt að Grænfána er umhverfissáttmáli. Sáttmálinn er einhverskonar loforð til Jarðarinnar sem nemendur og starfsfólk koma sér saman um.

Grænfáni

Umsókn um Grænfána

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is