Fimmta skrefið er að samþætta grænfánavinnuna við í námsefnið í skólanum og innleiða grunnþætti menntunar til sjálfbærni í allt skólastarf.
Mikilvægt er að allir nemendur og starfsfólk séu upplýst um hvaða þema skólinn er að vinna að hverju sinni. Í þessu skrefi skal tryggja að allir nemendur læri um þemað og vinni verkefni því tengdu.
Þverfagleg nálgun og fjölbreyttar aðferðir eru meðal helstu einkenna menntunar til sjálfbærni. Setja má stefnuna á að samþætta þemað við námsgreinar í skólanum.
Mælt er með því að menntun til sjálfbærni sé veitt rými innan skólanámskrár skólans. Gildi menntunar til sjálfbærni skv. Eco Schools á heimsvísu eru:
Grunnþættir menntunar skv. aðalnámskrá eru lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð, jafnrétti, læsi, sköpun og sjálfbærni. Auðvelt er að vinna að þessum grunnþáttum í gegnum grænfánavinnuna.
Sjálfbærni snýst ekki bara um umhverfismál heldur eru jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og velferð allra Jarðarbúa órjúfanlegur hluti af sjálfbærni.
Í raun og veru snýst þetta um að við lifum öll góðu lífi óháð því hvar á jörðinni og hvenær við erum fædd!
…og jörðin á svo sannarlega nóg af auðlindum til þess – og gott betur. Við þurfum bara að fara vel með þær og deila þeim með jafnari hætti.