Search
Close this search box.

Skref 7

7. Umhverfissáttmáli

Sjöunda skrefið er umhverfissáttmáli. Sáttmálinn er loforð til Jarðarinnar sem nemendur og starfsfólk koma sér saman um.

Síðasta skrefið sem stigið er í átt að grænfána er umhverfissáttmáli.

Mikilvægt er að sáttmálinn sé unninn í samvinnu allra sem að skólanum standa og að hann sé vel kynntur innan skólans og utan. Einnig er mikilvægt að sáttmálinn höfði til nemenda og að þau eigi auðvelt með að tileinka sér hann.

 

Loforð nemenda og starfsfólks til Jarðarinnar

Allir skólar í verkefninu þurfa að setja sér umhverfissáttmála. Hann er einhvers konar tjáning eða loforð sem lýsir með einhverjum hætti anda skólans í verkefninu og heildarstefnu í sjálfbærni- og umhverfismálum. Umhverfissáttmálinn má gjarnan tengjast þeirri vinnu sem á undan er gengin í skrefunum sjö – og tengdur því þema sem unnið var að.

Nemendur geta tileinkað sér sáttmálann

Mikilvægt er að sáttmálinn sé með þeim hætti að allir sem að skólanum standa geti tileinkað sér hann og skilið hann. Þannig er mikilvægt að sáttmálinn sé einfaldur í leikskólum (t.d. slagorð eða lag) og aðeins flóknari í grunnskólum (t.d. nokkrar setningar, lag eða ljóð). Í framhaldsskólum og háskólum ætti umhverfissáttmálinn að vera stefna skólans í sjálfbærni- og umhverfismálum, þ.e. plagg sem gefur til kynna hvert skólinn stefnir í þessum efnum. Að sjálfsögðu má krydda hann með einhverskonar list, ljóði eða lagi.

Nemendur taka þátt í gerð sáttmálans

Mikilvægt er að nemendur komi í öllum tilvikum að gerð sáttmálans. Hægt er að halda samkeppni eða kosningu um sáttmálann sem allir geta tekið þátt í. Gott er að hafa framsetninguna á sáttmálanum myndræna og á áberandi stað innan skólans og á heimasíðu hans.

Hafa skal í huga

  • Þekkja nemendur og starfsfólk umhverfissáttmála skólans?
  • Tóku nemendur og starfsfólk þátt í að velja umhverfissáttmálann?
  • Tengist umhverfissáttmálinn því þema sem unnið var á tímabilinu?
  • Geta nemendur tileinkað sér umhverfissáttmálann?

Sækja um Grænfána

Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö er tímabært að sækja um grænfána.

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is