Greinagerð með umsókn
Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö, skilar hann inn umsókn og greinagerð um hvernig tekist hefur til.
Í greinagerðinni skal gera vinnu síðastliðins Grænfánatímabils skil á skýran og hnitmiðaðan hátt.
Gott er að hafa eftirfarandi spurningar til hliðsjónar.
Ef teknar hafa verið myndir á tímabilinu er gott að láta þær fylgja með, t.d af verkefnum eða verkefnavinnu nemenda. Ekki skylda en gefur oft góða sýn á verkefnið.
1. Umhverfisnefndin
Hvernig var valið í umhverfisnefndina?
Hvernig er umhverfisnefnd skipuð?
Hversu oft er fundað?
Hverjar eru helstu ákvarðanir sem nefndin hefur tekið (t.d. þema o.s.frv.).
Stundum er gagnlegt að fá fundargerðir ef þær eru til staðar
2. Mat á stöðu umhverfismála
Hvernig var staða umhverfismála metin, var t.d. notast við umhverfisgátlista? (ekki skylda).
Hverjir mátu stöðu umhverfismála?
3. Áætlun um aðgerðir og markmið.
Hver voru markmið tímabilsins?
Hverjir settu markmiðin?
Var notast við markmiðssetningarblað Grænfánans? Ef svo er má það gjarnan fylgja greinagerðinni. (ekki skylda)
4. Eftirlit og endurmat
Hvernig gekk að ná settum markmiðum?
Var farið yfir markmið og aðgerðaráætlun á umhverfisfundum til þess að kanna stöðu mála?
5. Fræðsla og verkefni
Hafa allir nemendur skólans tekið þátt í verkefni sem tengist þemanu sem unnið var á tímabilinu?
Er verið að vinna önnur verkefni í skólanum sem tengjast sjálfbærni/ umhverfismálum sem tengjast ekki endilega markmiðum þessa tímabils eða verkefni sem hafa fest sig í sessi.
6. Upplýsa og fá aðra með
Kynnti skólinn stefnu sína og starf úr á við? T.d. fyrir foreldrum og nærsamfélagi /stofnunum
Hvaða leið/ir voru farnar til þess að kynna starfið?
Þekkja allir í skólanum grænfánann?
Hefur umhverfisstefna skólans haft áhrif út fyrir skólann sjálfan?
Var skólinn í samstarfi við sveitafélagið, stofnanir eða fyrirtæki í nærsamfélaginu? (ekki skylda).
7. Umhverfissáttmálinn
Sjöunda skrefið er að gera umhverfissáttmála. Sáttmálinn er loforð nemenda til náttúrunnar.
Hvernig var sáttmálinn unninn og hverjir komu að gerð hans?
Umhverfissáttmáli skal fylgja umsókn.
Umhverfissáttmáli getur verið umhverfisstefna (t.d. í framhaldsskólum, háskólum), slagorð, setning, ljóð eða lag (t.d. í leikskólum og grunnskólum).