Ísland tekur þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi um málefni sem tengjast m.a. heimsfriði, loftslagsmálum, lífbreytileika, mannréttindum, menningu, matvælum og heilbrigðismálum.
Ísland er aðili að Sameinuðu þjóðunum, samtökum sem stofnuð voru eftir síðari heimsstyrjöld til að koma í veg fyrir frekari stríð. Öll viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum (nema Vatíkanið) eru meðlimir og reglulega er fundað um þau mál sem samtökin koma að. Einn megintilgangur Sameinuðu þjóðanna er að standa vörð um heimsfriðinn en þær koma einnig m.a. að málefnum eins og loftslagsmálum, lífbreytileika, mannréttindum, menningu, matvælum og heilbrigðismálum. Þeir samningar Sameinuðu þjóðanna sem snúa beint að náttúru og lífríki eru m.a. eftirfarandi.
Ísland hefur líka skrifað undir marga aðra alþjóðlega samninga m.a. um mengun, loftslagsmál og úrgangsmál.
Sjá einnig: COP ráðstefnur