Search
Close this search box.

Gróðurhúsalofttegundir

Gróðurhúsalofttegurndir

Stutta svarið

Allt sem til er í heiminum er gert úr agnarsmáu efni sem kallast frumeindir. Þar á meðal eru kolefni (C) og súrefni (O) sem tengjast saman og mynda gróðurhúsalofttegundina CO2, eða koltvíoxíð. Aðrar gróðurhúsalofttegundir eru m.a. vatnsgufa (H2O), metan (CH4), glaðloft (N2O), óson (O3), brennisteinshexaflúoríð (SF6) og ýmis halógen-kolefnissambönd. Gróðurhúsalofttegundir er að finna í lofthjúpi Jarðar og hafa m.a. það mikilvæga hlutverk að halda Jörðinni mátulega heitu. Mikil aukning á styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti hefur hins vegar þau áhrif að hitastigið eykst og veldur alvarlegum breytingum á loftslaginu. 

Sjá einnig: Gróðurhúsaáhrif, hringrás kolefnis

Ítarefni

Handbók um menntun til sjálfbærni bls. 140

 

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is