Allir eiga rétt á að lifa mannsæmandi lífi.
Snýst um jafnan rétt allra jarðarbúa til að uppfylla ákveðnar grunnþarfir. Þetta eru þarfir eins og aðgangur að mat og vatni, skjól gegn veðri og vindum, aðgangur að heilsugæslu, vörn gegn sjúkdómum og hvers konar ofbeldi, aðgangur að menntun, réttlæti og félagsskap við annað fólk. Allir eiga jafnt tilkall til alls þessa óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, kynhneigð, tungumáli, trú, skoðun, þjóðerni, uppruna, eignum, ætterni eða öðrum aðstæðum. Réttur allra jarðarbúa til þessara grunnþarfa hefur verið samþykktur með alþjóðlegum sáttmálum og markmiðum á vegum Sameinuðu þjóðanna m.a. Mannréttindayfirlýsingin, Barnasáttmálinn og Heimsmarkmiðin. Hnattrænt réttlæti þýðir líka að við þurfum að skipta náttúrulegum auðlindum, auk réttinda og tækifæra á sanngjarnan hátt á milli okkar Jarðarbúa alls staðar í heiminum. Því miður getum við ekki sagt að við búum við hnattrænu réttlæti í dag þar sem peningar, eignir og möguleikar til góðs lífs er dreift á mjög ójafnan hátt, bæði milli fólks innan hvers lands og svo milli landa.
Sjá einnig: Þemað hnattrænt réttlæti