Í hringrásarhagkerfi er lögð áhersla á að hönnun og framleiðsla vöru sé með þeim hætti að hægt sé að endurnota og gera við vöruna til að lengja líftíma hennar og halda auðlindum hennar í hringrás. Einnig er gætt að varan er þannig framleitt að hún henti til endurvinnslu þegar ekki er lengur hægt að endurnota hana. Til að tryggja að auðlindum sé haldið í hringrás er mikilvægt að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna.
Hagkerfið okkar í dag er línulegt. Það þýðir að auðlindir eru teknar til að framleiða hluti, hlutirnir eru síðan notaðir og svo hent eftir notkun. Slíkt gengur ekki upp til lengdar þar sem auðlindir eru ekki ótakmarkaðar og úrgangur mengar náttúruna og skaðar hana og okkur. Þess vegna er mikilvægt að breyta úr línulegu hagkerfi í hringrásarhagkerfi þar sem markmiðið er að draga úr auðlindanotkun og lágmarka úrgangsmyndun og mengun með því að koma vörum og hráefnum í hringrás. Hringrásarhagkerfið er því mikilvægur þáttur í því að minnka ósjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, losun gróðurhúsalofttegunda, tapi á líffræðilegri fjölbreytni, úrgangi og mengun.
Í hringrásarhagkerfi er lögð áhersla á að hönnun og framleiðsla vöru sé með þeim hætti að hægt sé að endurnota og gera við vöruna til að lengja líftíma hennar og halda auðlindum hennar í hringrás. Einnig er gætt að því að varan sé þannig framleidd að hún henti til endurvinnslu þegar það er ekki lengur hægt að endurnota hana. Helstu aðgerðir sem stuðla að hringrásarhagkerfi liggja í framleiðsluferli og síðan í að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna.
Hugmyndarfræði hringrásarhagkerfis er margþætt og nær einnig til nauðsynlegrar viðhorfsbreytingar þar sem við þurfum að tileinka okkur hringrásarhugsun á öllum sviðum og endurmeta og endurskilgreina lífsgæði með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.