Landlæsi er það að sjá og skilja þær vísbendingar sem ásýnd landsins gefur. Það þýðir að þegar við horfum er á ákveðið landsvæði þá sjáum við hvort landið er í góðu eða hnignuðu og jafnvel slæmu ástandi. Það er hægt að læra að lesa landið og sá sem er landlæs þekkir muninn á örfoka landi og landi í góðu ástandi. Landlæsi er einnig það að þekkja einkenni lands sem er í framför (að batna) eða sem er að hnigna (að versna).
Sjá einnig: vistheimt, hnignað vistkerfi