Search
Close this search box.

Matarsóun

Matarsóun

Stutta svarið

Þegar matur sem er ætur, eða hefur verið ætur, er hent. Ekki er talað um matarsóun í sambandi við þann hluta matar sem er ekki ætur, t.d. bananahýði, appelsínubörkur, bein og þess háttar. Þriðjungi þeirra matvæla sem framleidd eru á heimsvísu er sóað. Draga verður úr matarsóun til að sporna gegn ofnýtingu auðlinda, vernda umhverfið og spara fé.

Lengra svar

Þriðjungi þeirrar matvæla sem framleidd eru á heimsvísu er sóað og það á sér stað á öllum stigum virðiskeðju framleiddra matvæla: við framleiðslu, vinnslu, flutning, sölu og neyslu.

Matvælum sem er sóað hefðu mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað hungursneyð í heiminum. Að auki þá er verið að sóa auðlindum sem eru takmarkaðir. Framleiðsla á matvælum hefur oft umtalsvert neikvæð áhrif á umhverfið sem þjónar þá engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur sem slíkur. Einnig eykst magn úrgangs vegna matarsóunar. Ef matarleifar fara ekki í lífrænan úrgang til moltugerðar heldur eru urðaðar þá leiðir niðurbrot þessara efna til myndunar og losunar á metangasi sem er mjög öflug gróðurhúsalofttegund. Áætlað er að um 8-10% af hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda er vegna matarsóunar. Það er sérstaklega alvarlegt þar sem matarsóun veldur losun sem myndast að óþörfu. Matarsóun er líka sóun á fjármunum.

Mælingar á matarsóun á Íslandi benda til þess að hver einstaklingur hendi um 90 kíló af mat árlega sem eru um 1,7 kg í hverri viku. Svipaðar tölur eru að finna í hinum evrópulöndunum. Mjög mikilvægt er að draga úr matarsóun á öllum stigum virðiskveðju framleiddra matvæla. Þannig er m.a. sett fram í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna að sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum hafi minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan eigi síður en árið 2030. Í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum er tekið fram að hluti að aðgerðum er að draga úr matarsóun samhliða því að bann við að urða lífrænan úrgang og urðunarskattur verði settur á.

Nokkuð einfalt ætti það að vera fyrir einstaklinga að draga verulega úr matarsóun á heimilinu. Viðhorfskannanir hafa leitt í ljós að sjö af hverjum tíu er að reyna að lágmarka matarsóun hérlendis. Með góðri skipulagningu, í innkaupum, hvernig við geymum og eldum mat og síðan hvernig við borðum og nýtum afganga er hægt að stórminnka eigin matarsóun. 


Sjá einnig: lífbreytileiki, loftslagsbreytingar

Myndbönd um matarsóun

Landvernd, í samstarfi við Vakanda, Kvenfélagasamband Íslands og …  gerðu myndbönd og árvekniátak til að sporna gegn matarsóun. 

grænfáninn á upplýsingaspjaldi

Um Grænfánann

Grænfáninn

Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi.


Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is