Mengun getur verið af ýmsum toga og haft neikvæð áhrif á vistkerfin og lífbreytileika. Ýmis konar iðnaður getur mengað ár og vötn með skaðlegum efnum og næringarefnamengun (ofauðgun) frá landbúnaði eða skólpi getur valdið lífríki í vötnum og ám miklum skaða. Ýmis skordýraeitur, illgresiseyðar, þungmálmar og hormónahermandi efni (t.d. paraben) geta haft áhrif á líkamsvefi og jafnvel safnast upp í fæðukeðjunni.
Loftmengun er alvarlegt vandamál víða um heim og kemur aðallega frá iðnaði og notkun á jarðefnaeldsneyti. Plastmengun verður þegar plast safnast upp og brotnar niður í ör- og nanóplast og veldur dýrum og einnig fólki skaða. Dýr geta flækst í stærra plastinu og étið plastagnirnar.
Annars konar mengun getur tengst breyttu hitastigi, geislum, úrgangi, jarðvegi og fleiru.
Mengun er ein af fimm helstu ógnum í heiminum við lífbreytileika.
Sjá einnig: tap á lífbreytileika