Orðið sjálfbærni er oft notað í daglegu tali en því miður stundum misnotað og misskilið. Sjálfbærni er það ástand sem ætlast er til að ná með sjálfbærri þróun. Því má helst segja að orðið sjálfbærni sé leiðandi hugtak, sem leiðir til þess ástands sem við viljum fá og sem þarf stöðugt að vinna að.
Í grunninn snýst sjálfbærni um að allir Jarðarbúar, óháð því hvar og hvenær þeir eru fæddir, geti mætt sínum þörfum (t.d. hreint vatn, matur, húsaskjól, föt, menntun og heilbrigðisþjónusta) án þess að þeir gangi það nærri auðlindum og lífríki Jarðar að komandi kynslóðir geti ekki mætt sínum þörfum. Miðað við stöðuna í dag erum við því miður langt frá því að ná þessu ástandi og mikilvægt er að vinna markvisst með heimsmarkmiðunum í átt að sjálfbærri þróun.
Sjá einnig: sjálfbær þróun, heimsmarkmiðin