Search
Close this search box.

Umhverfiskostnaður

Umhverfiskostnaður

Stutta svarið

Framkvæmdir, framleiðsla og athafnir mannsins hafa áhrif á umhverfið og afleiðingarnar eru oftast meira eða minna neikvæð. Sá kostnaður fer sjaldan inn í verðið á vörunni, svo sem ýmis ágangur á náttúruna (t.d. skógareyðing, mengun, ofnýting á vatni, notkun skórdýraeiturs, kolefnisspor), lélegar aðstæður verkafólks og þess háttar. Það er þá náttúran sem “greiðir” fyrir hugsanlegan skaða. Einnig vísar hugtakið til þess að nauðsynlegt sé að verðleggja umhverfið áður en farið er í ýmiskonar framkvæmdir og framleiðslu og að umhverfiskostnaður sé mikilvæg breyta þegar spáð er fyrir um hagnað framkvæmda.

Sjá einnig: Ofnýting auðlinda

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is