Ferli þar sem einstaklingar eða hópar öðlast styrk til þess að vinna að ákveðnum hagsmunum, gera markmið sín sýnileg gagnvart öðrum og framfylgja þeim á lýðræðislegan hátt. Valdefling eflir kjark, færni, getu og þor einstaklinga til að hafa áhrif og stuðla að breytingum, hver og einn getur fundið lausnir og gripið til aðgerða. Allir sem vilja hafa vald til þess að breyta sjálfum sér og hafa áhrif á aðra. Eins og Greta Thunberg sagði “þú ert aldrei of smár til að hafa áhrif” hún er gott dæmi um einstakling sem hefur valdeflst. Valdefling getur hjálpað þeim sem finna fyrir loftslags-/umhverfiskvíða, þar sem einstaklingurinn er hluti af lausninni og finnur tilgang með aðgerðum sínum. Í aðferðafræðinni menntun til sjálfbærni er valdefling nemenda ein af lykilmarkmiðum.
Sjá einnig: menntun til sjálfbærni, geta til aðgerða, umbreytandi nám