Hér má finna svör við öllum helstu spurningum sem okkur berast um verkefnið Umhverfisfréttafólk
Skólinn þarf að vera skráður í verkefnið til þess að nemendur geti tekið þátt. Ef þú ert nemandi getur þú hvatt kennara eða stjórnendur í skólanum þínum til þess að hefja þátttöku í verkefninu.
Já. Það er mjög einfalt og verkefnið er þess eðlis að auðvelt er að sníða það að þörfum hvers og eins skóla. Kennarar ráða því til dæmis hvað verkefnið er stór hluti af kennslunni
Það má skila verkefnum á ólíkum miðlunarformum í keppnina og það eru engar ákveðnar reglur um lengd, eðli, stærð eða slíkt. Lögð er áhersla á að virkja sköpunargleðina og gefa nemendum lausan tauminn. Það má t.d. skila inn ljósmyndum, hlaðvarpi, myndböndum, teiknimyndasögum, greinum, auglýsingaherferðum, tölvuleikjum, sýningargripum, málverkum, fréttaþátttum, tímaritum og fleira.
Verkefnið gefur nemendum tækifæri til að hafa áhrif á umhverfismálin. Nemendur styðjast við áreiðanlegar upplýsingar í fréttamiðlun sinni og öðlast grunnþekkingu í upplýsingamiðlun sem nýtist þeim til framtíðar. Skólar í verkefninu geta fengið aðgang að námsefni um bjargráð við loftslagskvíða.
Nemendur skila inn verkefnum sínum að vori fyrir ákveðna tímasetningu sem er breytileg á ári hverju. Sérfræðingar innan Landverndar fara yfir öll verkefni sem berast og fara 10 – 15 stigahæstu verkefnin í undanúrslit.
Dómnefnd skipuð af reyndu fjölmiðlafólki velur síðan fyrsta, annað og þriðja sæti. Auk þess veita Ungir umhverfissinnar, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtök íslenskra stúdenta viðurkenningu sem nefnist Val unga fólksins.
Hver metur verkefnin?
Tvær dómnefndir fara yfir verkefni nemenda. Matsviðmið keppninnar koma frá YRE sem er alþjóðlega verkefnið sem Umhverfisfréttafólk byggir á.
• Þegar verkefnum er skilað í keppnina hefst starfsfólk Landverndar handa við að yfirfara öll verkefni samkvæmt þeim viðmiðum sem má finna hér að neðan. Valin eru 10 – 15 verkefni sem hljóta flest stig og komast þau í undanúrslit.
• Viku síðar fer fjölmiðladómnefnd yfir þau verkefni sem eru í undanúrslitum og velja sigurvegara. Dómnefndin samanstendur af reynslumiku fólki í miðlun upplýsinga á vettvangi fjölmiðla og kvikmyndagerðar.
Hvernig eru verkefnin metin?
Matsviðmið keppninnar koma frá YRE sem er alþjóðlega verkefnið sem Umhverfisfréttafólk byggir á
Í hverjum lið eru valin tölugildi frá 0 – 5.
• 0 = Uppfyllir engin viðmið
• 1 = Uppfyllir rétt svo viðmið (hluta viðmiða)
• 2 = Nokkuð gott
• 3 = Gott
• 4 = Mjög gott
• 5 = Frábært
Eftirfarandi atriði eru metin:
Uppbygging og gæði
• Verkefnið svarar spurningunum hvað? Hvar? Hvernig? Hvenær? Af hverju?
• Verkefnið er áhrifaríkt, vandað og vel framsett.
Sanngirni og hlutlægni
• Verkefnið byggir á staðreyndum.
• Heimildir verkefnisins eru (virðast) áreiðanlegar.
Fróðleikur
• Verkefnið tekur til samfélagslegara þátta, getur verið sögulegra, félagslegra og/eða pólitískra þátta auk umhverfisþátta.
• Verkefnið er lausnamiðað, lausnin er skýr og rökstudd.
Frumleiki og sjálfstæði
• Verkefnið er frumlegt.
• Nemendur sýna metnað við gerð verkefnisins (hafa t.d. farið á vettvang til þess að taka viðtöl eða leita sér þekkingar, eða lagt augljóslega mikið á sig til þess að koma skilaboðunum á framfæri).
• Verkefnið er grípandi og áhrifaríkt (myndi ná til margra).
Miðlun
• Verkefninu hefur verið miðlað á mismunandi vegu til skólasamfélagsins og nærsamfélagsins.
Heimsmarkmiðin
• Þátttakendur tengja verkefnið sitt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rökstuðningur um tengsl verkefnisins við heimsmarkmiðin þarf að fylgja þegar verkefni er skilað inn.
Já fyrstu þrjú sætin fá verðlaun
Í stuttu máli, nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Verkefnið er valdeflandi og ætlað að auka getu nemenda til aðgerða.
Kennari kynnir verkefnið og keppnina fyrir nemendum og gefur þeim tíma til þess að vinna sitt verkefni (oft er það hluti af kennslumati áfanga). Kennari fylgist með því að nemendur styðjist við áreiðanlegar heimildir og hvetur nemendur til þess að skila verkefnum sínum í keppnina.
Ef kennari er með einhverjar vangaveltur eða spurningar um verkefnið er honum alltaf velkomið að hafa samband. Nemendur og kennarar í Umhverfisfréttafólki hafa aðgang að sérfræðingum innan Landverndar.
Ef þú sigrar keppnina innanlands þá færðu verðlaun og gefst tækifæri til þess að taka þátt í alþjóðlegu keppninni.
Auk þess mun verkefnastjóri Landverndar aðstoða þig við að koma sigurverkefninu á framfæri.
Sigur í keppninni getur verið stökkpallur í fleiri spennandi verkefni á sviði umhverfismiðlunar. Fyrri sigurvegarar hafa t.d. hlotið tilnefningu til fjölmiðlaverðlauna, farið í fréttaviðtöl, verið til sýnis á loftslagsráðstefnu, sigrað alþjóðlega umhverfiskeppni og fengið tækifæri til þess að skapa meira efni.