Námskeið í Alviðru

Tjaldur fljúgandi yfir Alviðru
Kennarar og annað skólafólk sem vill kynna sér aðstöðuna er velkomið að Alviðru föstudaginn 30. ágúst nk. Á staðnum verða kennarar með reynslu af því að taka börnin út í náttúruna til kennslu, auk Grænfánateymis. Gert er ráð fyrir að námskeiðið standi frá kl. 11:00 til kl. 15:00.

Námskeið fyrir skólafólk

Útivera og náttúrumennt eru góðir samherjar.

Alviðra undir Ingólfsfjalli við Sogið á móts við Þrastarlund er fræðslusetur Landverndar. Alviðra býður upp á góða aðstöðu í lítill kennslustofu í bæjarhúsinu og stórt athafnasvæði í hlöðunni. Þá veitir dagsdvöl í Alviðru aðgang að fjölbreyttri náttúru til að njóta og skoða. Hlíðar Ingólfsfjalls eru góð uppspretta fræðslu um jarðfræði. Sogið er kjörið til fræðslu um lífið í vatninu og þá fugla sem njóta þar lífsviðurværis. Öndverðarnes II er náttúrulegur birkiskógur og þar liggur gönguleið að ármótum lindárinnar Sogið og jökulárinnar Hvítá. Blómaskrúð er mikið og gróður fjölbreyttur til að njóta og greina. Tæki og handbækur eru á staðnum til að styðja kennsluna. Hægt er finna verkefni sem passa mismunandi aldursskeiðum og árstíma.

Aðstaðan í Alviðru stendur öllum skólum til boða bæði að vori (maí og júní) og síðsumars (ágúst og september).

Kennarar og annað skólafólk sem vill kynna sér aðstöðuna er velkomið að Alviðru föstudaginn 30. ágúst nk. Á staðnum verða kennarar með reynslu af því að taka börnin út í náttúruna til kennslu, auk Grænfánateymis Landverndar. Gert er ráð fyrir að námskeiðið standi frá kl. 11:00 til kl. 15:00. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að búa yfir þekkingu og hæfni til að nýta aðstöðuna í Alviðru til dagsferðar þar sem náttúruupplifun, fræðsla og útvera eru í fyrirrúmi.
Þátttökugjald er 5.000 kr., léttur hádegisverður innifalinn. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20.
Vinsamlegast staðfestið þátttöku með því að senda tölvupóst á alvidra@landvernd.is

Dagskrá
09:30 – 11:00 Þátttakendur mæta á svæðið, fá kaffi og skoða sig um
11:00 – 11:30 Nærum undrun barna
Um miðja síðustu öld birti náttúrufræðingurinn heimsfrægi Rachel Carsons greinar um hugmyndafræði sína
þess efnis að fullorðnum beri að hlúa að meðfæddri undrun barns fyrir náttúrunni („The Sense of
Wonder“). Hvernig geta skólarnir hlúð að meðfæddri undrun barna yfir margbreytileika náttúrunnar og
nýtt hana til að efla þekkingu þeirra og skilning á gangverki lífsins? Samræður um þetta efni.
11:30 Reynsla kennara af Alviðru María Sophusdóttir, fv. kennari við Melaskólann
12:00 Hádegisverður
12:45 Verkfærakistur kennara fyrir útmenntun
Ævar Aðalsteinsson, verkefnastjóri við Miðstöð útivistar og útináms og Sigurlaug Arnardóttir, verkefnastjóri
menntaverkefna hjá Landvernd.
13:15 Vinnustofur
Hópastarf um gerð dagskrár fyrir dagsdvöl í Alviðru
14:30 Niðurstöður hópastarfs kynntar
15:00 Námskeiðslok og kaffi 

*Fyrirvari um hugsanlegar breytingar ef góðar hugmyndir og ábendingar koma fram.

Með vinsemd og góðri kveðju,

Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Alviðruseturs

Sigurlaug Arnardóttir, verkefnastjóri menntaverkefna Landverndar

Meira um Alviðru 

Fleiri fréttir

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is