Nægjusamur nóvember 2024
Eins og undanfarin tvö ár verða Landvernd og Grænfánaverkefnið áfram með hvatningarátakið „Nægjusamur nóvember“.
Með viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum fyrir skóla munum við vekja athygli á kostum nægjuseminnar sem mótsvari við neysluhyggju, sem er sérstaklega einkennandi í nóvember.
Fyrsta greinin kom út í dag Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar og sömuleiðis tvö verkefni þar sem aðal markmiðið er að kynnast hugtakinu nægjusemi Verkefni um nægjusemi
Á vefsíðu hvatningarátaksins er hægt að fylgjast með viðburðum, greinum, skólaverkefnum og öllu sem er að gerast í mánuðinum.
Við hjá Grænfánanum hvetjum alla skóla til þess að taka þátt í nægjusömum nóvember og munum vikulega senda Grænfánaskólum verkefni sem hægt er vinna með hvort sem það er í nægjusömum nóvember eða síðar á skólaárinu.