Search
Close this search box.

Nægjusamur nóvember

Í nóvember ætlum við að tileinka okkur nægjusemi og hvetjum sem flest að vera með! Vikulega sendum við Grænánaskólum verkefni!

Nægjusamur nóvember 2024

Eins og undanfarin tvö ár verða Landvernd og Grænfánaverkefnið áfram með hvatningarátakið „Nægjusamur nóvember“.

Með viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum fyrir skóla munum við vekja athygli á kostum nægjuseminnar sem mótsvari við neysluhyggju, sem er sérstaklega einkennandi í nóvember.

Fyrsta greinin kom út í dag Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar og sömuleiðis tvö verkefni þar sem aðal markmiðið er að kynnast hugtakinu nægjusemi Verkefni um nægjusemi

Á vefsíðu hvatningarátaksins er hægt að fylgjast með viðburðum, greinum, skólaverkefnum og öllu sem er að gerast í mánuðinum.

Við hjá Grænfánanum hvetjum alla skóla til þess að  taka þátt í nægjusömum nóvember og munum vikulega senda Grænfánaskólum verkefni sem hægt er vinna með hvort sem það er í nægjusömum nóvember eða síðar á skólaárinu.

Fleiri fréttir

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is