Dagur íslenskrar náttúru 2025

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn 16.september ár hvert. Skólar eru hvattir til að gera deginum hátt undir höfði og nýta sér verkefni í tengslum við daginn sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Grænfáninn, Landvernd og Miðstöð útivistar og útináms hafa lagt til

Lífbreytileiki, þ.e. líffræðileg fjölbreytni er okkur ofarlega í huga þetta árið sem önnur og beinum við að þessu sinni sjónum okkar að lífi á landi, í vatni og hafi með skemmtilegum verkefnum sem geta hentað öllum aldurshópum. 

Verkefnin má nálgast hér

Við hvetjum alla skóla til að halda dag íslenskrar náttúru hátíðlegan og vonumst til að sem flestir nýti sér verkefnið til að njóta dagsins og vekja athygli á lífbreytileika náttúru og nærumhverfis.

Skólar eru enn fremur hvattir til að deila myndum af verkefnunum með umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Landvernd og Miðstöð útivistar og útináms og er hægt að gera það með því að senda póst á netfangi urn@urn.is.

Hér má nálgast myndir sem nýta má fjölbreyttan hátt t.d. sem kveikju, eða fyrir upplýsingatöflur/skjái.  Smellið á myndirnar til þess að stækka og sækja þær.

Að lokum viljum við minna á verkefnasamkeppnina, Varðliða umhverfisins, sem verður að vanda haldin síðar á þessu skólaári. Varðliðar síðasta skólaárs eru nemendur í 8., 9. og 10. bekk Dalskóla en samkeppnin hefur það markmið að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. Sjá frekari upplýsingar hér

Fleiri fréttir

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is