Dagur umhverfisins – afmælisdagur Grænfánans

Til hamingju með daginn...

kæru Grænfánaskólar! 

Í dag fögnum við sérstaklega enda ekki einungis Dagur umhverfisins heldur líka 23 ára afmæli Grænfánans á Íslandi.

Af því tilefni  settum við saman pakka sem inniheldur hugmyndir hvernig nýta megi vordagana í útiveru og náttúruupplifun. Við leggjum áherslu á lífbreytileika, náttúruvernd og á það að njóta náttúrunnar í nærumhverfinu.

Pakkinn inniheldur eftirfarandi:

  • Útprentaleg verkefni fyrir alla aldurshóp
  • Hugmyndir að útileikjum

Smellið á myndina til þess að opna pakkann

Látum ekki örlitlar skúrir stoppa okkur heldur klæðum okkur í viðeigandi fatnað og njótum þess sem útiveran gefur okkur. Hún léttir skap, minnkar kvíða og streitu, róar taugakerfið, styrkir ónæmiskerfið, bætir einbeitingu og athygli – listinn er nær endalaus! Auk þess að gefa okkur að sjálfsögðu endalausa möguleika á hreyfingu.

Til hamingju með þennan fallega dag – njótum hans í útiveru!

Fleiri fréttir

Grænfáninn og Umhverfisfréttafólk eru verkefni hjá Landvernd

© 2024 Vefsíðugerð: webdew.is