Grænfáninn hefur það hlutverk að leiða skóla í faglegri og árangursríkri vinnu með sjálfbærni í víðum skilningi að leiðarljósi. Það er gert í sterkum tengslum við áherslur aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Skólinn byrjar á því að skrá sig til þátttöku, í kjölfarið setur sérfræðingur frá menntateymi Landverndar sig i samband við skólann. Skólinn stígur skrefin 7 í átt að Grænfánanum. Skólinn sækir um Grænfána
Sækja þarf um þátttöku í Grænfánann. Þegar skólinn hefur stigið skrefin 7 er sótt um Grænfánann
Skrefin sjö eru verkfæri sem nemendur og starfsfólk skóla nota til að innleiða breytingar í átt að sjálfbærni.
Gátlistar hjálpa til við að meta stöðu skólans með tilliti til þess þema sem unnið er með.
Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö, skilar hann inn umsókn og greinagerð um hvernig tekist hefur til.